Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kemur með „tímamótatillögu“ um framtíð Grindavíkur: „Ríkið á ekki að kaupa þessar eignir!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson vill ekki að ríkisvaldið kaupi upp 1200 fasteignir í Grindavík en kemur með það sem hann kallar „tímamótatillögu.“

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgissonskrifaði færslu í gærkvöldi þar sem hann kemur með „tímamótatillögu“ varðandi framtíð Grindavíkur. Spyr hann í byrjun færslunnar hvað ríkið ætti að gera við 1200 mannlausar fasteignir og svarar sjálfur: „Ríkið á ekki að kaupa þessar eignir!“

En hver er tillaga Björns?

„Það á að veita Grindvíkingum styrki í hlutfalli við eign þeirra (eigið fé) í húseignum sínum og þá styrki má alveg kalla uppkaup ef fólk vill það.

Þá eiga þeir Grindvíkingar sem nú eiga óskemmd hús húsin sín áfram og sjá um viðhald þeirra eins og tækifæri gefast til, hirða garðana og varðveita þau verðmæti sem í húsunum felast.

Sinna um eignir sínar eins og eigendur sumarbústaða sinna um þá.“

Björn spyr hversu líklegt það sé að ríkið muni halda eignunum við og koma í veg fyrir frekari skemmdir, „til viðbótar þeim eignum ríkisins út um allt land sem eru að grotna niður vegna skorts á viðhaldi og svo myglu að auki?“ Segir Björn að tillaga sín sé svo „borðliggjandi“ að ekki þurfi að rökstyðja hana frekar.

- Auglýsing -

Að lokum segdir Björn að með þessari leið yrðu tvær flugur slegnar í einu höggi: „Gefum Grindvíkingum kost á að hefja nýtt líf með búsetu annars staðar og höldum á sama tíma þeim möguleika opnum að bærinn geti þegar fram líða stundir öðlast nýtt líf!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -