Samið hefur verið um starfslok Helga Helgasonar kennara í kjölfar ummæla hans um tónlistarmanninn Bashar Murad þar sem hann kallaði hann meðal annars „grenjandi og illa skeindann Palestínuaraba.“ Kemur þetta fram í tilkynningu frá Menntaskólanum að Laugarvatni en Mannlíf greindi frá málinu í gær.
„Stjórn Menntaskólans að Laugarvatni hefur tekið til umjöllunar mál Helga Helgasonar, kennara við skólann, og vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.
Sú orðræða sem Helgi hefur viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans.
Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum.
Skólameistari“
Hægt er að lesa ummælin hér fyrir neðan
Einstaklingur, sem ekki vildi láta nafn síns getið, fékk svar frá skólastjóra skólans í gær. Í svari hennar þakkar hún fyrir tölvupóstinn og segist slegin. „Ég er virkilega slegin yfir þessu máli,“ skrifaði hún
Fréttin verður uppfærð