Það er skemmtileg tilbreyting fyrir kennara á Íslandi að vera með forsætisráðherra sem virðist kunna meta störf þeirra en slíkur hefur ekki verið til staðar á landinu árum saman.
Kristrún Frostadóttir metur það hárrétt eins og hún nefndi í viðtali í gær að launahækkanir kennara eigi ekki endilega að hafa áhrif á aðra kjarasamninga enda hefur stéttin verið margsvikin og kæfð niður af ráðamönnum þjóðarinnar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætti taka sér nýjan forsætisráðherra til fyrirmyndar í stað þess að ráðast gegn launahækkunum kennara eins og hún gerði nánast leið og tilkynnt hafði um samninga þeirra. Þá verður að segjast að þessi hlutverkaskipti Kristrúnar, sem er fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs, og Sólveigar eru mögulega þau óvæntustu um nokkurt skeið …