Þriðjudagur 4. mars, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Kennarar samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill meirihluti kennara samþykkti nýjan kjarasamning milli Kennarasambands Íslands og ríki og sveitarfélög.

93,85 prósent samþykktu samninginn en kjörsókn var 76 prósent. Aðeins sex prósent sögðu nei við þessum samningi.

Innanhússtillagan, sem er ígildi kjarasamnings aðildarfélaganna við ríki og sveit, var undirrituð, með fyrirvara um samþykki félagsfólks, í húsakynnum ríkissáttasemjara 25. febrúar. Atkvæðagreiðsla hófst á hádegi, föstudaginn 28. febrúar og henni lauk á hádegi í dag, þriðjudaginn 4. mars. 

Félagsfólk Félags framhaldsskólakennara (FF) og Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS), samþykkti einnig samkomulag um breytingar í kjarasamningum FF og FS í sér atkvæðagreiðslu, sem einnig lauk á hádegi í dag. Þann samning samþykktu 56,13 prósent sem tóku þátt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -