Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Kennari í Borgarnesi hrópaði á Sósíalista: „Hagfræði er náttúrulögmál!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að almenningur megi ekki vænta mikið betri kjara í haust. Það væri óraunhæft vegna „viðurkenndra lögmála hagfræði“.

Þessi ummæli hafa vakið nokkra athylgi á samfélagsmiðlum enda eitt það fyrsta sem er kennt í hagfræði í háskólum að fræðin séu huglæg og geti ekki því talist til vísinda. Með öðrum orðum þá er nánast ekkert í fræðunum sem hægt er að segja að sé óhaggandi lögmál og almennt ekki deilt um það meðal fræðimanna.

Bjarni er þó ekki sá eini á Íslandi sem telur hagfræði hafa lögmál. Kennari í framhaldsskólanum í Borgarnesi gerir það einnig og fengu ungir sósíalistar að finna fyrir því.

Jökull Sólberg Auðunsson, forritari og sósíalisti, segir á Twitter að orð Bjarna séu ekki traustvekjandi. „yuuuge red flag þegar ráðamenn tala um viðurkennda hagfræði sem má ekki rífast um. Þessi hægri hagfræði (félagsvísindi!) er enn í tætlum eftir 2008,“ skrifar hann.

Fjóla Heiðdal segir í athugasemd að þetta minni hana atvik þegar framhaldsskólakennari gerði hróp og köll að sósíalistum þegar þeir voru að kynna stefnu sína, líkt og aðrir flokkar í aðdraganda kosninga. „Þegar XJ fóru í framhaldsskólann í Borgarnesi að kynna stefnu sína, ásamt fleiri flokkum, var kennari sem öskraði á mig að hagfræði væri náttúrulögmál og hvað ég væri eiginlega heimsk að halda að við gætum breytt þeim,“ skrifar Fjóla.

Í stuttu samtali við Mannlíf að hún hafi hálfpartinn vorkennt kennaranum og honum hafi ekki tekist að slá hana út af laginu. „Ég hélt áfram að ræða við nemendur um að ég væri að læra viðskiptafræði og væri því ekki að tala með rassgatinu en hunsaði kennarann alveg eftir þetta,“ segir Fjóla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -