Mannlífi barst ábendingu um miklar tafir og umferðateppu um veginn frá Keflavík inn í Hafnarfjörð. Samkvæmt vísi.is er í stór lögregluaðgerð í gangi í Hafnarfirði. Umferð frá Keflavík inn í Hafnarfjörð hefur verið beint í gegnum Ásvelli það sama á við um umferð frá Hafnarfirði og suðureftir.
Mikill viðbúnaður er á svæðinu, sjúkra- og lögreglubílar auk sérsveitabíla.
Lögreglan varðist frekari fregna þegar leitast var eftir upplýsingum.
Uppfært 17.09
Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur aftur verið opnað fyrir umferð um Reykjanesbraut.