Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Kjörgengi Snorra til formanns Sjálfstæðisflokksins staðfest: „Stelpurnar eru alveg dúllur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú hefur það verið staðfest að listamaðurinn Snorri Ásmundsson megi bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins en kjörgengi hans hefur verið óvissu. Gögn sem Mannlíf hefur fengið sent virðast staðfesta að hann geti vissulega boðið sig til formanns flokksins.

Því verður hann í framboði ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins seinna í febrúar.

Mannlíf hafði samband við Snorra til að spyrja hann út í formannsbaráttuna.

„Flokkurinn vantar góðan anda og ferskan andvara og hann vantar formann sem hefur kjark og þor til að leiða flokkinn inn í nýjar og breyttar og bjartari áherslur,“ sagði Snorri við Mannlíf um hvað hann getur fært flokknum. „Flokkurinn hefur fallega og góða stefnu en hann þarf þá að fara eftir stefnunni. Ég hef góða tengingu við konuna í mér og er meðal annars að bjóða mig fram fyrir konur og önnur kyn. Þrátt fyrir að mótframbjóðendur mínir teljist til kvenna tel ég mig hafa betra innsæi og betri tengingu við konur. Ég er líka eini frambjóðandinn sem hefur verið fjallkona í Reykjavík. Ég hef líka sköpunarkraftinn og er ekki inni í neinum boxi né þægindaramma svo ég hef kjark til að fara allt aðrar leiðir og er ekki hræddur við breytingar.“

En af hverju ættu Sjálfstæðismenn að kjósa þig fram yfir Guðrúnu og Áslaugu?

„Guðrún og Áslaug hafa starfað í stjórnmálum og voru góðir ráðherrar en þær eru ekki forystusauðir. Þær eru ekki tilbúnar til að leiða flokkinn né þjóðina. Ég er með blátt blóð í æðum og hef verið lengur en þær í flokknum og er reyndari og hef fjölbreyttari reynslu. Þótt ég hafi stundum verið óþekkur er það yfirleitt vegna þess að ég er ekki spilltur. Óþekkt er greindarmerki. En stelpurnar eru alveg dúllur og ég held ég geti kennt þeim sitthvað um margt og held við getum starfað saman farsællega. Sjálfstæðismenn elska líka einstaklingsframtakið og þeim þykir vænt um mig. Því ég er eins og snýttur úr nösum sjálfstæðisstefnunnar.“

- Auglýsing -

„Ég hlakka til að hreinsa til í flokknum og breyta fyrirkomulagi og koma með nýjar áherslur,“ sagði Snorri um hans fyrstu verk verði hann kosinn formaður. „Flokkurinn þarf svo mikið á því að halda. Hann er dálítið mikið staðnaður og laskaður þótt stefnan sé falleg þarf að dytta að ýmsu. Jafnvel þarf að reka fólk úr flokknum og það er aldrei gaman. En höfnun getur verið ný byrjun. Það er bara verið að gefa fólk tækifæri á einhverju nýju. Svo mun ég krefjast kosninga hið snarasta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -