Lögreglan var ítrekað kölluð út vegna hópslagsmála í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Slagsmálin áttu sér stað skömmu fyrir lokun veitingastaða en segir í dagbók lögreglu að um stóran hóp hafi verið að ræða og slagsmálin hafi verið innan hópsins. Eftir stanslausa viðveru lögreglunnar í klukkustund gekk hópurinn loks á brott.
Fjórir einstaklingar réðust að gangandi vegfaranda í gærkvöldi og rændu af honum munum. Lögregla rannsakar málið.
Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás og stolinn bíl í Hafnarfirði í gærkvöldi. Engar frekari upplýsingar komu fram vegna þess en er málið í rannsókn.