Knattspyrnuhetja Lee Sharpe sendir Grindvíkingum kveðju á þessum erfiðu tímum. Knattspyrnumaðurinn lék á sínum tíma fyrir Manchester United og Leeds en með því fyrrnefnda vann hann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum og varð bikarmeistari tvisvar. Auk þess spilaði hann átta landsleiki fyrir England meðan ferillinn var í blóma.
Hann glímdi við erfið meiðsli stóran hluta af ferlinum og var það til þess að knattspyrnulið vildu síður fá hann til liðs við sig. En ástæða kveðjunar til Grindavíkinga er þó líkega vegna þess að hann spilaði sex leiki með Grindavík árið 2003 þegar hann var 32 ára gamall. Hann átti fína spretti en tilkynnti stuttu eftir veru sína hjá félaginu að hann myndi leggja knattspyrnuskóna á hilluna.
„Ég er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter í dag.
Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place 🙏🙏
— Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023