Klukkan hálf þrjú í nótt sinnt lögreglan máli í miðborginni. Kom að þeim aðvífandi útúrdrukkinn einstaklingur og truflaði lögreglu við vinnu sína. Eftir ítrekuð tilmæli og fyrirmæli um að veita nauðsynlegan vinnufrið, sem hann gengdi ekki, neyddist lögreglan til að grípa til þess örþrifaráðs að fjarlægja manninn af vettvangi. Hann var færður á lögreglustöðina, þar sem hann róaðist og unnt var að ræða við hann. Honum var sleppt úr haldi skömmu síðar.
Annars var talsvert um minniháttar lögreglumál vegna ölvunar í miðbænum í nótt.