Kona sem missti meðvitund við köfun í Silfru á þriðjudaginn er öll að koma til en kalla þurfti út þyrla Landhelgisgæslunnar til að sækja hana. Sjúkrabíll var þó kominn á vettvangi og var hlúð að konunni þar til flogið var með hana í bæinn.
Konan er á sjötugsaldri en hún var hluti af hópi ferðamanna á vegum ferðaþjónustufyrirtækis en mbl.is greindir frá þessu.
„Það var kona í köfun og það kom eitthvað upp á, henni svelgdist held ég á eða eitthvað og missti tímabundið meðvitund,“ sagði Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.