Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Aðeins tvær konur í Kokkalandsliðinu: „Erum bjartsýn á árangur á heimsmeistaramótinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið að velja í íslenska kokklandsliðið í ár en greint er frá því í fréttatilkynningu um valið.

Liðið mun hefja æfingar af fullum krafti í febrúar 2025.  Liðið mun æfa aðra hverja viku og munu æfingakvöldverðir byrja í september 2025. Athygli vekur að aðeins tvær konur eru í landsliðinu.

Liðið samanstendur af áhugaverðri blöndu hæfileikaríkra kokka, fyrsta má nefna reynsluboltana í liðinu:

Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliða (Múlakaffi)
Gabríel Kristinn Bjarnason (Expert)
Kristín Birta Ólafsdóttir (Grand hótel)
Jafet Bergmann Viðarsson (Torfhús)
Úlfar Örn Úlfarsson (Fröken Reykjavík)
Hugi Rafn Stefánsson (OTO)
Bjarki Snær Þorsteinsson (Dæinn)

 Svo eru það nýliðarnir sem eru að hefja keppnisferil sinn innan landsliðsins:

Wiktor Pálsson (sjálfstætt starfandi)
Bjarni Ingi Sigurgíslason (Von Hafnafirði)
Logi Helgason (Strikið Akureyri)
Andrés Björgvinsson (Lúx veitingar)
Stefán Laufar (Múlakaffi)
Bianca Tiantian Zhang (Sandholt bakarí)

- Auglýsing -

Snædís Jónsdóttir mun þjálfa liðið, en hún þjálfaði einnig liðið sem náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum í febrúar síðastliðin. Snædís byrjaði sem aðstoðarmaður landsliðsins 2016 og var fyrirliði hópsins sem náði á pall á Ólympíuleikunum 2020.

 „Við erum mjög spennt fyrir þessum nýja hópi,“ sagði Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, um liðið. „Liðið er samsett af einstakri blöndu af reynslumiklum keppendum og  fagmönnum sem eru að byrja sinn keppnisferil. Okkur hlakkar til vinnunnar framundan og erum bjartsýn á árangur á heimsmeistaramótinu.“

Kokklandslið Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -