Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Finnsson mun skipta lið en danska blaðið Tipsblaðið greinir frá þessu. Blaðið segir frá því að hollenska liðið FC Utrecht verði næsti viðkomustaður Kolbeins á atvinnumannaferlinum. Kolbeinn hefur spilað með Lyngby í Danmörku undanfarin ár en spilaði áður með Fylki, Borussia Dortmund, Brentford og Groningen. Sagt er að tilboðið sem Lyngby hefur samþykkt sé í kringum 500.00 evrur en það eru um það bil 76 milljónir íslenskra króna. FC Utrecht lenti í 7. sæti í hollensku úrvalsdeildinni en gangi félagsskiptin í gegn verður Kolbeinn fyrsti íslenski leikmaðurinn sem leikur fyrir liðið. Kolbeinn hefur leikið 12 landsleiki fyrir hönd Íslands.