Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Kolbeinn heldur til Hollands – Verðmetinn á 76 milljónir króna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Finnsson mun skipta lið en danska blaðið Tipsblaðið greinir frá þessu. Blaðið segir frá því að hollenska liðið FC Utrecht verði næsti viðkomustaður Kolbeins á atvinnumannaferlinum.

Kolbeinn hefur spilað með Lyngby í Danmörku undanfarin ár en spilaði áður með Fylki, Borussia Dort­mund, Brent­ford og Groningen. Sagt er að tilboðið sem Lyngby hefur samþykkt sé í kringum 500.00 evrur en það eru um það bil 76 millj­ónir ís­lenskra króna.

FC Utrecht lenti í 7. sæti í hollensku úrvalsdeildinni en gangi félagsskiptin í gegn verður Kolbeinn fyrsti íslenski leikmaðurinn sem leikur fyrir liðið. Kolbeinn hefur leikið 12 landsleiki fyrir hönd Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -