Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kolbeinn leitaði huggunar: „Hún sagði við mig að ég þyrfti ekki að vera hræddur við myrkrið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Frá Dalmynni lá leið okkar síðan til Reykjavíkur þar sem við komust nokkurn veginn fyrir vind á Nesvegi 12 sem nú er Neshagi,“ segir Kolbeinn Þorsteinsson í  þriðji þætti í hlaðvarpsseríunnar Mamma á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Í þættinum segir hann frá bernsku sinni og minningum um móður sína:

„Þarna áttum við systkinin þrjú þó heima og mamma var hjá okkur. Við gátum ekki farið fram á mikið meira en það.“

Kolbeinn lýsir glímu sinni sem barn við myrkfælni:

„Mamma var eitthvað að bardúsa frammi en ég gat ekki sofnað, sama hvað ég reyndi þá gekk það ekki.“

Hann lýsir því hvernig myrkrið tók á sig alls kyns myndir. Heltekinn af hræðslu leitaði Kolbeinn skjóls í faðmi móður sinnar.

- Auglýsing -

„Hún sagði við mig að ég þyrfti ekki að vera hræddur við myrkrið eða það sem það geymdi. Síðan dró mamma með fingri kross á ennið á mér og sagði mér að þegar börn væru skírð að þá myndaðist ósýnilegur kross á ennið á þeim.“

Ásta Sigurðardóttir útskýrði fyrir syni sínum að krossinn væri aðeins sýnilegur því illa: „Krossmarkið væri þess törfum gætt að það lýstist upp í myrkri.“

„Þungu fargi var af mér létt og ég tipplaði inn í rúm og sofnaði,“ segir Kolbeinn og minnist þess ekki að hafa glímt frekar við myrkfælni svo sannfærður var hann af útskýringu mömmu sinnar.

- Auglýsing -

Þegar Kolbeinn komst á fullorðinsaldur segir faðir hans, Þorsteinn frá Hamri, að Ásta móðir hans hafi verið trúlaus – og hvorki Kolbeinn né systkini hans skírð í frumbernsku.

Hvað vakti fyrir Ástu?

Kolbeinn Þorsteinsson, sonur Ástu Sigurðardóttur listakonu og Þorsteins frá Hamri, rifjar upp minningar sínar frá miklum umbrotatíma í ævi móður sinnar og varpar ljósi á baráttu hennar til að fá til sín aftur börnin sem frá henni voru tekin. Margt hefur verið sagt um Ástu Sigurðardóttur, en oftar en ekki horft til þess sem hún skildi eftir sig á sviði lista. Móðirin Ásta hefur legið milli hluta, en það var hún þó sannarlega þótt oftast bæri þar skugga á.

Hægt er að hlusta á þriðja þáttinn á efnisveitu Mannlífs.
Smellið hér

Gerast áskrifandi að efnisveitu Mannlífs

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -