Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Köld kveðja til látinnar drottningar: „Þjálfuð í að ganga með þungar orðabækur á hausnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar minnir fólk á ljóta sögu konungsveldisins í Englandi í nýrri færslu á Facebook. Þar líkir hann konungsfjölskyldunni bresku við sveita-aðal úr Eyjafirði.

„Elísabet Englandsdrottning var aldrei mín drottning og almennt talað er ég lítill drottningarmaður, hvað þá kónga. Þetta eru táknmyndir valds og eiginleika sem samkomulag ríkir um að haldnir skuli í heiðri. Skyldurækni í tilviki hennar, og allir dást að henni þó að minna fari fyrir því að hugleiða að hverju trúnaðurinn beindist: samveldinu, heimsveldinu, völdum og ítökum Englendinga um allan heim, sem er nú ekki saga sem sú þjóð hefur ástæðu til að vera stolt af. Hún var sameiningartákn þess sem var liðið undir lok – til allrar hamingju,“ skrifaði Guðmundur Andri í færslu sinni.

Í seinni hluta færslunnar líkir hann konungsfjölskyldunni við sveita-aðal úr Eyjafirði sem uni sér best í fjósinu.

„Á meðan ég entist til að horfa á fjölskyldudramað um hana sýndist mér þetta fólk vera fremur dugnaðarlegur sveita-aðall, kannski eins og fólk frá myndarbýli í Eyjafirði sem unir sér best á stígvélunum úti í fjósi en kann sig líka í hásölum valdsins. Fólk sem lét dagana líða við refaveiðar og útreiðar og tedrykkju með tilheyrandi hjali, forpokað en með vissan beittan húmor. Pompið og praktin og prjálið sem fylgir þessum menningarleifum verður erfiðara að réttlæta þegar það beinist að eftirlifandi meðlimum því að Elísabetu fylgdi reisn og hún bar alltaf skartið vel, teinrétt og augljóslega þjálfuð í að ganga með þungar orðabækur á hausnum og masa við alls konar fólk af þeirri fjarhuga vinsemd sem hátignarfólk þarf að temja sér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -