Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kolla notar hugvíkkandi plöntur til ferðalaga – Dvaldi meðal frumbyggja Amazon í tvo mánuði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í Alkastinu er ferðafrömuðurinn Kolbrún Karlsdóttir. 

Kolla, eins og hún er kölluð er þó ekki ferðafrömuður í hefðbundnum skilningi heldur er um hugvíkkandi ferðalög að ræða. Kolla kynntist plöntunni ayahuasca fyrir mörgum árum síðan og hefur tekið algjöra stefnubreytingu í lífi sínu, síðan að hún fór í sína fyrstu athöfn. Síðan þá hefur hún farið í yfir 100 ayahuasca-athafnir og upplifir að í gegnum það ferli hafi hún heilast og öðlast alveg nýja sýn á bæði sitt eigið líf sem og samfélagið sem hún tilheyrir. 

Snemma í ferlinu varð hún fyrir reynslu þar sem hún sér og upplifir kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir aðeins árs gömul er hún var í gæslu hjá dagmömmu. Þessi reynsla kom til hennar í einu ferðalaginu og erfiðir tímar tóku við þar sem hún þurfti að ná að horfast í augu við hvað hafði gerst og að finna leið, eða leiðir, til að ná að umlykja þetta litla barn öllum þeim kærleik sem það átti skilið. Afleiðingin af því er sátt og fyrirgefning sem gerir henni kleift til að fara í þessa reynslu og deila henni án þess að detta inn í þær erfiðu tilfiningar sem fylgdu því að hafa upplifað kynferðislega misnotkun. 

Ayahuasca-athafnir eru orðnar gríðarlega útbreiddar á Íslandi sem og víðar. Þær eru haldnar við allskonar aðstæðum og af allskonar fólki. Kolla segir að mikilvægt sé að réttir aðilar haldi utan um þessar athafnir þar sem fólk kemst í sitt viðkvæmasta ástand oft á tíðum. Þessir aðilar sem hún er að vísa til eru frumbyggjar Amazon, en í tvígang hefur hún ferðast til Suður Ameríku og þá síðast inn í frumskóg Amazon þar sem hún dvaldi í tvo mánuði með innfæddum. Þessir frumbyggjar segir hún að séu manneskjur með allt aðra sýn og nálgun gagnvart öllu lifandi og félagslega standi þau framar okkur Vesturlandabúum. Þau mæta fólki með algjörum kærleik og dæmi ekki annað fólk eins og við á Vesturlöndunum erum svo gjörn á að gera. Þessir seiðmenn eða shamanar eru á annarri tíðni sem þýðir að þeir lesa orku fólks eins og opna bók og geta meira að segja kallað fram rými sem í dag er ekki hægt að mæla með nútíma vísindum þar sem heilun fer fram. Kolla vill meina að út af þessari háu tíðni geti þessir frumbyggjar átt samskipti, ekki bara við skóginn og plönturnar, heldur líka við verur úr öðrum víddum sem eru hér á jörðinni aðeins í þeim tilgangi að leiðbeina okkur. Þessar verur sem Kolla sjálf hefur talsverða reynslu af, segjast ekki gera sig sýnilegar hverjum sem er því mannfólkið er einfaldlega of gróft og óheflað í samskiptum og flest með engu móti tilbúin í samspil kærleika og flæðis. Þess vegna haldi þessar verur sér á tíðni sem við náum ekki að fanga nema með hjálp hinna ýmsu hugvíkkandi efna og nefnir í því samhengi ayahuasca og psilocybin-sveppinn.

Shaman frá Amazon.
Ljósmynd: Aðsend

Kolla notast mikið við psilocybin-sveppinn en hún fer með vinkonum sínum í ferðalög þar sem ásetningurinn er að heila og bæta jörðina og færa hana og okkur mannfólkið sem henni tilheyrir yfir á hærri tíðni svo við hættum að meiða hvort annað í orðum og gjörðum. Sveppurinn, samkvæmt Kollu, er gefinn okkur til þess einmitt að opna hug okkar og hjarta svo að við náum betur að stíga upp fyrir einstaklingsbundin, sem og sameiginleg áföll; komast úr ótta sem annars virkar sem undirliggjandi afl allra þeirra skapgerðarbresta sem hindra okkur mannfólkið í andlegum og félagslegum þroska.

Kolla dvaldi meðal frumbyggja Amazon í tvo mánuði.
Ljósmynd: Aðsend

Þessa dagana eru tveir töfralæknar, frumbyggjar frá Amazon, staddir á Íslandi og munu þeir dvelja hér á landi út aprílmánuð og bjóða upp á allskonar heilunarferðir þar sem plöntur og seiði úr frumskóginum eru notuð. Hægt er að ná sambandi við Kollu á Facebook undir nafninu Kolbrún Karlsdóttir þar sem hún getur veitt upplýsingar um hvernig er hægt að komast í tengingu við frumbyggjana sem hún fór svo vel yfir í viðtalinu. 

- Auglýsing -

Alkastið er í boði Þvottahússins og hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má finna Alkast Þvottahússins á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify og Youtube þar sem hægt er að tengja við rásina og fá nýjustu viðtölin frítt heima í stofu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -