- Auglýsing -
Nóttin hjá lögreglu var tiltölulega róleg er kemur fram í dagbók lögreglunnar. Var hún þó kölluð út í gærkvöldi vegna hrekkjalóms. Maðurinn hafði tekið upp á því að dingla bjöllum í fjölbýlishúsi, ítrekað, og trufla þannig íbúa.
Í tilkynningunni kom fram að aðilinn væri sjálfur ekki íbúi í húsinu og fólk orðið verulega þreytt á prakkarastrikinu. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði hann látið sig hverfa en óvíst er hvað manninum gekk til.