Þriðjudagur 17. september, 2024
9.7 C
Reykjavik

Kölski fékk 50 þúsund króna sekt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrjá verslanir í Múlunum hafa verið sektaðar af Neytendastofu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar en greint er frá þessu á heimasíðu Neytendastofu.

Á henni kemur fram að Neytendastofa hafi meðal annars skoðað ástand verðmerkinga hjá verslunum sem staðsettar eru í Ármúla og nærliggjandi götum. Farið var í 50 verslanir og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 13 verslunum.

„Við seinni skoðun höfðu 10 verslanir bætt úr verðmerkingum sínum þannig að ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim,“ stendur á heimasíðu Neytendastofu.

Þrjú fyrirtæki höfðu ekki bætt ráð sitt en þau eru EG skrifstofuhúsgögn, Innréttingar og tæki og Kölski. Voru Innréttingar og tæki og Kölski sektuð um 50 þúsund krónur meðan EG skrifstofuhúsgögn fékk 100 þúsund króna sekt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -