Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um MAST: „Ætti að taka gagnrýni á störf sín af meiri auðmýkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvælastofnun fær falleinkunn í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit stofnunarinnar með velferð búfjár.

Samkvæmt kolsvartri skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem Vísir segir frá, hefur Matvælastofnun ekki tekist nógu vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverrri eftirlitsstofnun. Auk þess hefur MAST sýnt langlundargeð í stöku málum þar sem velferð dýra er óviðunandi. Er þetta í samræmi við þær fréttir sem Mannlíf hefur skrifað undanfarin ár, þar sem dýraverndarsinnar hafa kvartað ítrekað yfir seinagangi og lélegum vinnubrögðum MAST.

Sjá einnig: Segja MAST ekkert gera vegna illrar meðferðar á kindum: „Þetta er bara aðför að okkur“

Í skýrslunni, sem má líta á sem áfellisdóm yfir MAST, segir að þó að mikilvægt sé að málsmeðferð við beitingu íþyngjandi úrræða sé vönduð, verði stofnunin að leggja aukna áherslu á að stjórnsýsluleg framkvæmd verði ekki á kostnað velferðar dýranna.

Þá er upplýsingagjöf MAST gagnrýnd í skýrslunni en þar segir að stofnunin þurfi að huga betur að innri og ytri upplýsingagjöf og bæta samskipti og samstarf við hagaðila, sem og að þróa skipulag, verklag og framkvæmd eftirlits betur og beita oftar áhættu- og frammistöðumati.

Of mikið langlundargeð

- Auglýsing -

Í hinni svörtu skýrslu er sérstaklega minnst á langlundargeð MASt en þar stendur meðal annars:

„Ýmsa vankanta má finna á framkvæmd eftirlits MAST í einstaka málum. Að mati Ríkisendurskoðunar hefur MAST í einhverjum málum sýnt of mikið langlundargeð og í öðrum tilvikum hafa aðgerðir ekki verið nægilega markvissar og eftirfylgni ábótavant. Þá verður að draga þá ályktun að nálgun stofnunarinnar gagnvart stjórnsýslulegri meðferð sé í einhverjum tilvikum svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra.“

Þá segir einnig að til séu dæmi þar sem fjöldi frávika í búrekstri hefur verið skráður jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður hafi batnað.

- Auglýsing -

„Markmið laga um velferð dýra er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu m.a. laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningar. Enn fremur að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Með tilliti til þessa verður að teljast óásættanlegt að langur tími líði þar sem dýr líða hungur, vanlíðan og þjáningar eða búi við óviðunandi aðstæður,“ segir Ríkisendurskoðun.

Skortur á auðmýkt

Telur Ríkisendurskoðun það vantraust sem ríki í garð MAST, vera alvarlegt en það ríki jafnt milli fagfólks og almennings. Er stofnunin beðin um að sýna meiri auðmýkt er hún fær gagnrýni á störf sín.

„Stofnunin þarf að róa að því öllum árum að byggja upp traust, en það er grundvöllur þess að hún geti leyst verkefni sín farsællega af hendi. MAST ætti jafnframt að taka gagnrýni á störf sín af meiri auðmýkt og fagna því að fylgst sé með málaflokknum úr ýmsum áttum og hversu margir láta sig málefni dýravelferðar varða. Til að byggja upp traust í dýravelferðarmálum þarf stofnunin að gæta þess að framkvæmd eftirlitsins sé vönduð og til þess fallin að bæta stöðu dýra. Þá er það, vegna eðlis og umfangs eftirlitsins, viðvarandi verkefni MAST að vera á varðbergi gagnvart mögulegum hagsmunatengslum og hæfi starfsmanna.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -