Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kom að lambi sjúga spena dauðrar móður sinnar: „Ég fékk að heyra að ég væri „djöfuls viðbjóður“.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Árnadóttir kom að lambi sjúga spena dauðrar móður sinnar í Þverárhlíð.

Baráttukonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir lýsti ansi nöturlegum aðstæðum í Þverárhlíðinni í Borgarfirði en hún hefur verið afar ötul við að benda á hræðilegt ástand á kindum af bænum Höfða í Borgarnesi. Margar þeirra ganga lausar um allra tryssur í Þverárhlíðinni og bera lömb undir vökulum augum rándýra.

Kindin og lambið hennar.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

„Framhaldsagan af höfða… Varúð ekki fyrir viðkvæma.

Í gær 7. júlí hafði einstaklingur samband við mig. Hann hafði rekist á kind á ferð sinni í Þverárhlíð sem augljóslega var mikið veik (sjá fyrstu mynd).

Ég hafði samband við vakthafandi dýralækni sem lofaði að hafa samband við bændurna og einnig að láta Mast vita. Síðar um kvöldið fór ég og athugaði aðstæður. Kindin var enn á sama stað og lítið lamb með henni.“ Þannig hefst færsla Steinunnar sem hún birti á Facebook nýverið.

Kindin var froðufellandi.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Lýsir Steinunn síðan skelfilegu ástandi kindarinnar.

„Kindin var í mikilli þjáningu. Hún reyndi að pissa án afláts, með froðu um munninn og með krampa. Litla lambið hennar elti hana og var að reyna að drekka hjá henni.“

- Auglýsing -

Morguninn eftir athugaði Steinunn með kindina en þá var hún öll.

„Snemma í morgun vitjaði ég hennar og kom að henni þar sem hún var nýdauð. Volg á kinn en laus við þjáningu. Litla lambið var hjá enn henni og var að reyna að sjúga úr spenum móður sinnar, nýdauðrar!“

Lambið sýgur spena dauðrar móður sinnar.
Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Ég tók eftir að hún var alltaf að reyna að pissa í gær.
Mér finnst líklega það hún hafi verið með svo mikla legbólgu og drepist af afleiðingum hennar.“ Þetta skrifaði Steinunn Árnadóttir við ljósmyndina sem hún tók.

Segist hún að lokum hafa mætt eigendum kindarinnar sem hafi hreytt í hana fúkyrðum.

- Auglýsing -
„Ég hitti ,,eigendur“ að þessum vesalingum á leið til baka og fékk engin viðbrögð að þeir myndu aðstoða litla lambið.

En ég fékk að heyra að ég væri ,,djöfuls viðbjóður“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -