Steinunn Árnadóttir kom að lambi sjúga spena dauðrar móður sinnar í Þverárhlíð.
Baráttukonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir lýsti ansi nöturlegum aðstæðum í Þverárhlíðinni í Borgarfirði en hún hefur verið afar ötul við að benda á hræðilegt ástand á kindum af bænum Höfða í Borgarnesi. Margar þeirra ganga lausar um allra tryssur í Þverárhlíðinni og bera lömb undir vökulum augum rándýra.

Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
„Framhaldsagan af höfða… Varúð ekki fyrir viðkvæma.
Ég hafði samband við vakthafandi dýralækni sem lofaði að hafa samband við bændurna og einnig að láta Mast vita. Síðar um kvöldið fór ég og athugaði aðstæður. Kindin var enn á sama stað og lítið lamb með henni.“ Þannig hefst færsla Steinunnar sem hún birti á Facebook nýverið.

Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
Lýsir Steinunn síðan skelfilegu ástandi kindarinnar.
„Kindin var í mikilli þjáningu. Hún reyndi að pissa án afláts, með froðu um munninn og með krampa. Litla lambið hennar elti hana og var að reyna að drekka hjá henni.“
Morguninn eftir athugaði Steinunn með kindina en þá var hún öll.
„Snemma í morgun vitjaði ég hennar og kom að henni þar sem hún var nýdauð. Volg á kinn en laus við þjáningu. Litla lambið var hjá enn henni og var að reyna að sjúga úr spenum móður sinnar, nýdauðrar!“

Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir

Mér finnst líklega það hún hafi verið með svo mikla legbólgu og drepist af afleiðingum hennar.“ Þetta skrifaði Steinunn Árnadóttir við ljósmyndina sem hún tók.
Segist hún að lokum hafa mætt eigendum kindarinnar sem hafi hreytt í hana fúkyrðum.
En ég fékk að heyra að ég væri ,,djöfuls viðbjóður“.“