Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Kona á sjötugsaldri dæmd fyrir að hafa 55 milljónir af átta mönnum: Laug til um dauða barna sinna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldri kona, Þórunn, var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa með skipulögðum hættið haft um 55 milljónir af átta karlmönnum. Dómurinn féll þann 29.október árið 2001 en brotin voru framin frá árinu 1992 til 2000.

Fórnalömb Þórunnar voru einstæðingar á aldrinum 44 til 83 ára, einnig voru þeir allir bændur. Þórunn hafði samband við Bændasamtök Íslands í þeim tilgangi að fá upplýsingar um einstæða, roskna karlmenn, hún sagðist vera að leita sér að starfi sem ráðskona í sveit.

Saga Þórunnar

Í Helgarblaði DV sem kom út þann 3.október árið 2001 var farið ítarlega í sögu Þórunnar. Hún var 66 ára þegar hún fór fyrir dóm, ógift móðir átta fullorðna barna. Hún átti einnig 17 barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Þórunn fæddist í janúar árið 1934 á bæ, rétt fyrir utan Akureyri. Hún fór um 16 ára að vinna fyrir sér í vist á fínni heimilium Reykjavíkur  

Þórunn kynntist verðandi eiginmanni sínum árið 1953 en hann var sonur alþingismanns sem hún starfaði fyrir. Þau áttu saman sjö börn en skyldu þegar það yngsta var fimm ára. Ferð Þórunnar lá þá í Hlíðarhverfi í Reykjavík þar sem hún keypti húsnæði og lét gera á því talsverðar endurbætur. Vinir og vandamenn Þórunnar furðuðu sig á því hvernig Þórunn færi að því að borga fyrir þessar endurbætur en hún keypti einnig ný húsgögn. Hún sinnti á þessum tíma ýmsum láglaunastörfum við ræstingar og þvott. Síðar flutti Þórunn í Breiðholt þar sem hún bjó enn þegar dómurinn féll yfir henni.

Þeir sem þekktu Þórunni lýstu henni sem góðum lygara, svo góðum að hún hafi jafnvel sjálf trúað lygunum. Hún var sögð hafa öflugt ýmyndunarafl og stórt skap sem birtist oftar en ekki í formi mikillar afbrýðisemi og tortryggni.

Þórunn fékk sinn fyrsta dóm árið 1987 en var þá dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Árið 1991 var hún svo dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir svipuð brot og þau sem fjallað er um í grein DV árið 2001. Þá viðurkenndi hún að hafa notað peninginn sem hún hafði af fórnalömbum sínum í sólarlandarferðir og gervitennur.

- Auglýsing -

Fórnalömbin

Eins og fram hefur komið voru fórnalömbin öll einstæðingar. Þórunn hafði mismikla peninga af hverjum þeirra en beitti sömu tækni á þá alla. Hún sagði ósatt til um veikindi barna og gekk svo langt að segjast hafa misst börn sín. Jafnframt sagðist hún vera sárafátæk og heimilislaus, ætti í engin hús að vernda og spilaði þannig á meðaumkun mannana. Þórunn hitti aðeins tvo þeirra sex manna sem hún sveik. Annar þeirra lét Þórunni hafa lang stærsta hluta fjarmagnsins eða um 23,6 milljónir, hún var tíður gestur á heimili hans.

Þórunni var gert að greiða fjórum fórnalömbum sínum samtals 3,2 milljónir í skaðabætur auk vaxta

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -