Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Kona stakk mann sinn til bana eftir að hann barði hana: „Gerði hrottalega á hlut hennar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steindór var stunginn í bringu og kvið og lést 18 dögum síðar af lungnabilun vegna bráðrar lungnabreytingar og lungnabólgu í kjölfar þess. Steindór er talinn hafa barið sambýliskonu sína Sigurhönnu í andlitið að kvöldi árásarinnar. Sigurhanna, er sögð hafa reiðst heiftarlega og ráðist á Steindór eftir að hann barði hana. Sigurhanna bar við minnisleysi sökum ölvunar, en hún hlaut 8 ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 25. október 2002.

Atburðarásin átti sér stað á heimili þeirra á Grettisgötu í mars sama ár.

Mundi ekki eftir atburðinum vegna ölvunar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sigurhönnu sem þá var 39 ára, í 8 ára fangelsi fyrir manndráp að kvöldi 6. mars, árið 2002.

Ákærðu var gefið að sök að hafa ráðist á sambýlismann sinn, Steindór, sem var nýorðinn 50 ára, á heimili þeirra á Grettisgötu. Steindór var stungin þrisvar sinnum með hnífi í brjóstkassa og kvið, þar af tveimur djúpum stungum, með þeim afleiðingum að hann lést hinn 24. mars af lungnabilun vegna bráðrar lungnabreytingar og lungnabólgu sem var afleiðing atlögu ákærðu.

Í niðurstöðum dómsins segir að ákærða muni ekki eftir því vegna ölvunar þegar Steindór fékk áverkana af hnífnum og taldi dómurinn ljóst að hún hefði verið mjög ölvuð þegar atburðurinn varð. Fyrir dómi sagði hún sambýlismann sinn hafa barið sig í andlit fyrr um kvöldið og studdist það við annað í málinu.

- Auglýsing -

 

Reiddist heiftarlega eftir að henni var sagt að hann hefði slegið dóttur sína

Dómurinn taldi ljóst að ákærða hefði reiðst sambýlismanni sínum heiftarlega þegar henni var sagt að hann hefði slegið dóttur hennar. Samkvæmt frásögn vitna taldi dómurinn sannað að ákærða hefði í mikilli reiði tekið morðvopnið í eldhúsinu og síðan veist að Steindóri með því þar sem hann sat í sófa í stofunni og stungið hann þrisvar á hol.

- Auglýsing -

Af því sem tveir lögreglumenn höfðu eftir ákærðu eftir verknaðinn taldi dómurinn ljóst að fyrir henni hefði vakað beinlínis, meðan á árásinni stóð, að bana Steindóri. Dómurinn taldi þó að þessi ásetningur hefði ekki vaknað með henni fyrr en rétt áður en hún framdi verknaðinn.

Við ákvörðun refsingar taldi dómurinn að ekki yrði litið framhjá því að verkið var unnið í snöggu heiftarkasti og að ákærða hefði mátt þola viðvarandi kúgun og ofbeldi af hendi hins látna. Dómurinn taldi ennfremur að byggja yrði á þeirri frásögn ákærðu að í eitt skipti, hálfum mánuði fyrir atburðinn, hefði hinn látni gert hrottalega á hlut hennar.

 

Heimildir:

Innlendar fréttir. 26. október 2002. Banaði sambýlismanni sínum með hnífi á heimili þeirra. Dæmd í átta ára fangelsi fyrir manndráp. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Sigurhönnu Vilhjálmsdóttur, 39 ára, í 8 ára fangelsi fyrir manndráp að kvöldi 6. mars sl. Morgunblaðið.

Ótt. 26. október. 2002. Kona dæmd fyrir manndráp. Mildandi áhrif í dómi í Grettisgötumálinu – mið tekið af kúgun og hrottaskap. DV

Sunna Karen Sigurþórsdóttir. 10. júlí 2015. Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár. Vísir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -