Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Konan í Bátavogsmálinu nú grunuð um manndráp:„Það eru náttúrulega allir þættir og vinklar skoðaðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konan sem situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á mannsláti í fjölbýlishúsi við Bátavog á dögunum, er nú grunuð um manndráp.

DV segir frá því að hvörf hafi orðið í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í fjölbýlishúsi við Bátavog, laugardagskvöldið 21. september. Konan sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald til 4. október er nú grunuð um manndráp.

Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta við DV. Aðspurður hvort niðurstöður úr krufningu á líki mannski væru komnar, svaraði Ævar: „Það eru ekki komnar niðurstöður úr krufningu en það er grunur um manndráp og málið er rannsakað sem slíkt.“

Í fréttum hafði áður komið fram að áverkar hefðu fundist á líkinu en ekki hefur verið gefið út að þeir hefðu orsakað dauða mannsins. Segir Ævar að einhverjar upplýsingar hafi komið úr krufningunni, sem orsaki mat lögreglunnar, þó að niðurstöðurnar liggi ekki fyrir.

Eins og áður segir rennur gæsluvarðhald yfir konunni út á morgun en í ljósi stöðunnar má búast við framlengingu varðhaldsins. „Það kemur bara í ljós á morgun,“ svaraði Ævar aðspurður um mögulega framlengingu.

Ekki vildi Ævar tjá sig um yfirheyrslurna yfir konunni eða hvort hún hafi verið samvinnufús.

- Auglýsing -

Um önnur sönnunargögn en krufningu við rannsókn málsins segir Ævar allir vinklar skoðaðir. „Það eru náttúrulega allir þættir og vinklar skoðaðir, það er verið að taka skýrslur af vitnum, meðal annars nágrönnum.“

Sagði Ævar að atburðurinn hafi gerst á heimili fólksins og því ljóst að um sambúðarfólk er að ræða. Hinn látni var á sextugsaldri en konan sem er í haldi er 42 ára.

Konan hefur komið við sögu lögreglu og hefur á bakinu minnst fjóra refsidóma en allir eru þeir vegna fíkniefnamála. Hefur hún átt við fíkniefnavanda að stríða og var fyrir nokkru borin út af heimili sínu vegna nágrannaerja, að sögn DV.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -