Miðvikudagur 30. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Konan sem lést í banaslysinu á Vesturlandsvegi talin hafa sofnað undir stýri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona á sjötugsaldri, sem lést í bílslysi norðan við Akranes í desember í fyrra, var sennilega sofandi eða með skerta meðvitund áður en slysið varð, samkvæmt Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Á þriðja tímanum eftir hádegi fimmtudaginn 13. desember á síðasta ári, varð banaslysið á Vesturlandsvegi, stuttu frá vegamótunum við Skipanesveg norðan Akraness. Toyota Yaris var ekki yfir á vinstri vegarhelming þar sem hann lenti framan á bifreið af tegundinni Volvo S40. Toyota-bifreiðin snérist í hálfhring við áreksturinn og endaði á nyðri akreininni. Hin bifreiðin kastaðist til hliðar og út fyrir veginn. 66 ára gömul kona, ökumaður Toyota-bílsins, lést í árekstrinum en ökumaður og farþegi Volvo-bílsins slösuðust alvarlega. Allir aðilar slyssins voru í bílbeltum er áreksturinn varð.

Mesti hraði Toyota-bifreiðarinnar var 105 km/klst samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa en að tveimur sekúndum áður en áreksturinn varð hafi ökumaðurinn fyrst sýnt viðbrögð við aðsteðjandi hættu. Þá hafi ökumaðurinn sleppt bensíngjöfinni og stigið á bremsuna en hraði bílsins við áreksturinn var 80 km/klst. Telur Rannsóknarnefnið þrennt koma til greina varðandi slysið. Að konan hafi ekki verið með hugann við aksturinn, hún verið meðvitundarlaus eða sofnað í nokkrar sekúndur fyrir slysið.

Samkvæmt frétt RÚV gat Rannsóknarnefndin ekki lesa hraða eða hraðabreytingar úr hugbúnaði Volvo-bifreiðarinnar sökum aldurs hennar en útreikningur úr bíltækjarannsókn áætlar að bifreiðin hafi verið á 58 til 72 kl/klst þegar áreksturinn varð. Samræmist það framburði ökumanns þeirrar bifreiðar sem segist hafa hægt á sér fyrir slysið.

Þegar slysið varð voru engar rifflur á yfirborði Vesturlandsvegar, sem er malbikaður stofnvegur. Í skýrslunni kemur farm að mögulega hefði háfaði vegna rifflna og titringur komið fram í bílnum sem ók yfir á rangan vegarhelming, hefðu rifflur verið á miðjum veginum. Rifflur voru fræstar á milli akreina á vegakaflanum eftir slysið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -