Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Konan sem nam börnin sín á brott segir að um síðasta úrræði hafi væri að ræða:„Þeir eru eldhressir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska konan sem flaug með börnin sín þrjú frá suðurhluta Noregs til Reykjavíkur, í óþökk barnsföður síns, var dæmd í fangelsi árið 2020 fyrir að banna föðurnum að hitta börnin. Norski miðillin Nettavisen greinir frá þessu.

Tvær eldri dætur þeirra búa hjá móður sinni á Íslandi en faðirinn fer með fullt forræði drengjanna þriggja sem um ræðir. Samkvæmt dómsúrskurði mega drengirnir aðeins dvelja með móður sinni í 16 klukkustundir á ári, undir eftirliti. Móðirin segist í samtali við Mannlíf, ekki fengið neinar útskýringar á því hvers vegna hún telst, samkvæmt norskum dómstólum, vera hæf til þess að hafa eldri börnin sín en ekki þau yngri.

„Það eru alveg fullt af góðum ástæðum fyrir því að hlutirnir eru í dag eins og þeir eru. Norskir dómstólar höfðu ekkert val með dætur mínar, þær voru of stórar“

„Þeir eru eldhressir, þetta tekur alltaf á alla en þeir eru í dag þar sem þeir vilja vera. Ég get ekki ýmindað mér að þetta sé auðvelt fyrir nokkurn en þetta var bara eina leiðin, síðasta úrræði,“ segir hún um líðan strákanna.

Móðirin segir dómstóla í Noregi ekki fara eftir eigin verkferlum en þeir eigi aðeins að geta dæmt svona litla umgengni, eins og í máli hennar, í aðstæðum þar sem börn eru talin í bráðri hættu. Þeir noti þetta þó sérstaklega í málum sem varða erlend börn sem búsett eru í Noregi.

Móðirin setti inn langa færslu á Facebook í gær þar sem hún sagði börnin vera loks komin aftur heim, eftir langa skipulagningu og með aðstoð fagmanna. Í samtali við Nettavisen segir hún þetta hafa verið einu leiðina. Að hennar mati hugsar faðirinn ekki vel um drengina og segir hún fjölskyldu þeirra í heimalandinu hafa saknað þeirra sárt.

- Auglýsing -

Nettavisen segist hafa skjöl sem staðfesta að nokkrir dómar hafa fallið í norskum dómstólum þar sem úrskurðað er að faðirinn eigi að hafa fullt forræði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -