- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur konum í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Konurnar sátu í kyrrstæðum bíl í annarlegu ástandi og voru tvö ung börn einnig í bílnum með þeim. Lögregla flutti bæði konurnar og börnin á lögreglustöð þar sem málið var unnið með fulltrúa frá Barnavernd.
Þá hafði lögreglan afskipti af manni rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Maðurinn var staddur á heimili sínu í Hlíðunum þar sem hann hafði brotið hurð að íbúðinni, gengið berserksgang og rústað íbúðinni.