Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Konur segja sig úr Félagi kvenna í atvinnulífinu: „Þumall fyrir mér er ekki samþykki öllum stundum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þónokkrar konur í Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa sagt sig úr félaginu eða tilkynnt að þær ætli að gera það. Ástæðan er þumall sem Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður félagsins, setti við færslu Loga Bergmann þar sem hann segist saklaus af ásökunum um að hann hafi farið yfir mörk ungrar konu. DV segir frá málinu í dag.

Sjá einnig: Deilt innan Félags kvenna í atvinnurekstri: Svanhildur í vörn fyrir Loga: „Varstu í herberginu?
Sjá einnig: Þetta eru mennirnir sem Vítalía ásakar – Ari í leyfi vegna ásakana

Líkt og Mannlíf sagði frá í dag deildu félagar í FKA vegna málsins eftir að einn meðlimur félagsins vakti athygli á því í lokuðum Facebook-hópi. Baðst Sigríður Hrund afsökunar og fjarlægði þumalinn. Eftir að Mannlíf fjallaði um deiluna innan félagsins hafa nokkrar konur sagst ætla að hætta. Telja þær afsökun Sigríðar lélega.

Í dag birtist svo yfirlýsing frá Sigríði Hrund á Facebook þar sem hún heldur því fram að þumall við færslu fólks sé ekki endilega stuðningsyfirlýsing.

„Merkingarbær þumall – mér varð það á í gær að setja like á færslu Loga Bergmann. Tók hann af um leið og mér var bent á hversu merkingarbær þumallinn getur verið. Þumall fyrir mér er ekki samþykki öllum stundum, heldur „ég heyri hvað þú segir“.

Fyrir mér er tjáningafrelsi okkar mikilvægt og grunnmannréttindi – líka þeirra radda sem eru okkur erfiðar eða við erum hreinlega ekki sammála. Ég á alveg FB „vini“ sem falla í þann flokk. Svo er ég bullandi mannleg og oft hvatvís.
EN – sem þolandi kynferðisofbeldis sjálf þá er hugur minn og 100% stuðningur hjá þolendum og fjölskyldum. Það er vegferð okkar sem samfélags að læra góð samskipti og hegðun og AF-læra þöggunar- og ofbeldismenningu. Verum samfélagið sem við viljum búa í.“ 

- Auglýsing -

Uppfært: Stjórn FKA sendi Mannlífi tölvupóst rétt í þessu og vill árétta að það sé ávalt hreyfingar í félagatali FKA og úrsögn úr félagið að springa út um allt land. Þá segir stjórnin að úrsagnir úr félaginu sé ekki í fleirtölu og því sé fyrirsögnin röng. Biðst Mannlíf afsökunar á þessu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -