Sævar Sævarsson, körfuboltasérfræðingur úr þættinum vinsæla á Stöð 2 – Körfuboltakvöld – var afar ósáttur við dómgæsluna í oddaleik Vals og Grindavíkur sem fram fór í gærkvöld og endaði með sigri Valsmanna.
Sævar, sem er lögfræðingur að mennt og þekktur fyrir góða yfirsýn, skemmtilega vinkla og þrælgóðan húmor í áðurnefndum þætti.
Hann lét þetta flakka í gærkvöld:
„Hef horft á marga körfuboltaleiki en aldrei hef ég orðið vitni af því í oddaleik að annað liðið er nánast dæmt úr leik. Það er að gerast núna. Og því miður virðist of seint fyrir dómara að “bjarga andlitinu”…„“