Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Köttur svæfður eftir að brot úr byssukúlu fannst í honum: „Elsku fallegi strákurinn okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Því miður er ekki alltaf góður endir á málum sem við förum í og langar mér að segja frá einni nýlegri sorgarsögu. En það er sagan hans Garðars.“ Þannig hefst færsla sem meðlimur í sjálfboðasamtökunum Villikettir Reykjaness og nágrenni, birti í Facebook-hópnum Kattavaktin.
Sagan byrjaði þannig að sjálfboðasamtökin fengu ábendingu um haltan kött í júní 2023 en í byrjun júlí náðist hann í búr. „Hann virtist þá vera alveg snælduvitlaus, hvæsti bara og urraði á okkur og vorum við ekki viss um tíma hvort um væri að ræða villing eða vergangskisa,“ segir í færslunni. Dýralæknir kíkti á köttinn en taldi mögulegt að hann væri með smá gigt sem versnaði í kulda. Eftir að hann fór í geldingu mánuði seinna fór hann að sýna á sér betri hlið „og á endanum brotnaði þessi skel sem hann var búinn að setja upp og úr henni kom þessi svaka kúrubangsi sem bræddi alla.“

Um tíma haltraði kötturinn ekkert en fór svo að bera á skrítinni hegðun. „Hann virtist ekkert haltur eða neitt um tíma en fór svo að naga á sér fótinn og sína svona pínu skrítna hegðun og var einhver grunur um að mögulega væri hann með eitthvað ofnæmi og væri semsagt að naga sig því honum klæjaði.“

Sjálfboðaliði fann svo fyrir einhverju hörðu undir húðinni á kettinum og var dýralæknir fenginn til að fjarlægja „eitthvað stykki“ undan húðinni á honum. „Fékk hann svo allskonar lyf með sér heim (sýkla og verkjalyf). Þegar sjálfboðaliðar fara að skoða þetta stykki betur þá vaknaði grunur um að þetta væri partur af byssukúlu og eftir örstutt googl fannst mynd af kúlu þar sem partur af henni leit nákvæmlega eins út og þetta stykki sem var tekið úr honum.“

Röntgen mynd af sárinu.
Ljósmynd: Facebook

Eftir þetta fór kötturinn á fósturheimili til að byrja með svo hægt væri að hafa meira eftirlit með honum varðandi lyfjagjafir og fleira en svo fékk hann á endanum framtíðarheimili. En svo fór heilsan versnandi. „En nú fyrir stuttu byrjaði hann að haltra, slappast upp og vildi alls ekki vera einn. Þá var farið með hann á aðra dýralæknastofu sem skoðaði hann og sendi í röntgen, sem hin stofan hafði ekki gert og kom þá í ljós að “öxlin” á honum hefur stórskaddast af völdum höggsinns af kúlunni og hefur elsku kallinn verið alveg sárkvalinn í allan þennan tíma en kettir eru svo miklir naglar að þeir láta oft seint sjást að þeir séu eitthvað veikir. Þarna var tvennt sem kom mögulega til greina og það var að skoða hvort hann þyldi aðgerð þar sem fóturinn yrði tekinn af eða yrði svæfður. Var svo farið á enn eina stofuna og fengið annað álit þar sem sérfræðingur í beinum er og skoðað betur hvort hann væri í standi fyrir svona stóra aðgerð en því miður var hann orðinn of slappur og var því ekkert annað í stöðunni en að hann fengi svefninn langa“

Að lokum hvetur meðlimur sjálfboðasamtakanna fólk til þess að tilkynna um ofbeldi gegn köttum.

„Elsku fallegi strákurinn okkar sem átti svo allt það besta skilið en einhver illa innrættur einstaklingur rústaði lífi hans með því að skjóta hann.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við fáum í hendurnar kött ( af svipuðu svæði) sem finnast byssukúlur / högl í og viljum við vekja athygli á þessu. Það er ekki löglegt að skjóta ketti og vil ég biðja ykkur sem vitið til einhvers sem gerir svoleiðis að tilkynna það til lögreglu!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -