Föstudagur 6. september, 2024
10.5 C
Reykjavik

Kourani hlaut átta ára fangelsisdóm – Gert að greiða milljónir króna í sakarkostnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rétt upp úr klukkan 11 í morgun dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Mohamad Kourani í átta ára fangelsi. Var hann ákærður fyrir stunguárás í Versluninni OK Market auk ýmissa brota gegn valdstjórninni, meðal annars líflátshótanir.

Samkvæmt RÚV er Kourani einnig gert að greiða 4.814.365 krónur í sakarkostnað sem og hálfa milljón og aftur 750.000 krónur í miskabætur, auk vaxta. Hnífsblað og skefti í hans eigu var aukreitist gert upptækt.

Einungis voru blaðamenn í dómssalnum, auk dómara þegar dómurinn var felldur, þar sem bæði verjandi og saksóknari boðuðu forföll.

Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu krafðist sex til átta ára fangelsis fyrir Kourani og er því dómurinn í samræmi við þá kröfu.

Ákæran var í sex liðum. Tveir liðirnir snúa að stunguárás í OK Market við Hlíðarenda í mars síðastliðnum. Var Kourani ákærður fyrir að hafa stungið mann í andlitið og veitast að öðrum manni í versluninni sem gerði tilraun til að koma hinum manninum til aðstoðar.

Þá snúa fjórir liðir ákærunnar að brotum gegn valdstjórninni en hann var ákærður fyrir að hrækja á fangavörð á Litla-Hrauni í júní í fyrra og fyrir að skvetta vökva af óþekktu tagi framan í annan fangavörð.

- Auglýsing -

Aukreitis var hann ákærður fyrir að hafa hótað lögreglumanni á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, degi eftir hnífaárásina og hótað að drepa fjölskyldu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hrækja í andlit lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg sama dag. Í dómsorðinu kom ekki fram fyrir hve marga liði ákærunnar Kourani var dæmdur en dómurinn birtist síðar í dag.

Vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson sagði frá því fyrr á árinu að Kourani hafi ítrekað hótað honum og fjölskyldu sinni í kjölfar niðurfellingar á kæru Kouranis gegn öðrum manni en Helgi staðfesti það fyrir hönd embættis ríkissaksóknara. Kourani hótaði í kjölfarið að myrða Helga og fjölskyldu hans og mætti margoft á skrifstofu hans og haft þar í hótunum. Árið 2022 var Kourani dæmdur fyrir þær hótanir í Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -