Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

KPMG hefur lokið úttekt á greiðslum til Jóns Jónssonar – Niðurstöður birtar í vikunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Endurskoðunarfyrirtækið KPMG skilaði úttekt sinni á greiðslum til Jóns Jónssonar, fyrrverandi nefndarmanns í hreppsnefnd Strandabyggðar en niðurstöðurnar verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins í vikunni.

Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri Strandabyggðar staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Mannlíf sagði frá því fyrr á árinu að þjóðfræðingurinn og ferðaþjónustubóndinn Jón Jónssson á Kirkjubóli á Hólmavík, hafi krafist þess að þær þungu sakir sem á hann voru bornar af starfsfólki Strandabyggðar yrðu rannsakaðar en var hann meðal annars sakaður um að draga að sér fé.

Sjá einnig: Jón vill láta rannsaka meinta glæpi sína: „Þetta er hálfgert örþrifaráð“

Samkvæmt Salbjörgu skilaði KPMG úttekt sinni í morgun og að bæði Jón og sveitarstjórn Strandabyggðar séu komin með skýrsluna í hendur. Þá verður skýrslan kynnt á fundi sveitastjórnarinnar á þriðjudaginn eftir viku.

Í júní síðastliðnum sagði Jón frá því að „lykilstarfsmenn“ Strandabyggðar hefðu sakað hann um að hafa dregið að sér 61.423.961 kr. úr sveitarsjóði er hann sat í hreppnefnd á síðasta kjörtímabili.

- Auglýsing -

Jón, sem er þjóðfræðing­ur og ferðaþjón­ustu­bóndi á Kirkju­bóli á Hólma­vík, sagði í sum­ar að lyk­ilstarf­smenn sveit­ar­fé­lag­ins hefðu sakað sig um sjálf­töku á fjár­mun­um úr sveit­ar­sjóði að upp­hæð 61.423.961 kr. þegar hann sat í hrepps­nefnd á síðasta kjör­tíma­bili sveit­ar­fé­lags­ins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -