Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

KR afneitar karlrembuauglýsingu stuðningsmanna félagsins: „Við erum mjög stolt af stelpunum okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í síðustu viku birtu nokkrir stuðningsmenn KR heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem lesendur voru minntir á afrek félagsins og stuðningsmenn voru hvattir til að mæta á völlinn í sumar. Það sem fór hins vegar fyrir brjóstið á sumum var að aðeins var rætt um afrek karlaliðs KR í knattspyrnu en ekkert um afrek kvennaliðsins en það hefur verið eitt sigursælasta lið í knattspyrnusögu landsins. Þá voru stuðningsmenn aðeins hvattir til að mæta á leiki hjá karlaliðinu.

Mannlíf hafði samband við Bjarna Guðjónsson, framkvæmdastjóra KR, til að spyrja hann út í þessa auglýsingu en fékk svar frá Þórhildi Garðarsdóttur, formanni félagsins.

„Umrædd auglýsing var ekki á vegum KR, hvorki aðalstjórnar né stjórnar
knattspyrnunnar,“ sagði Þórhildur þegar spurt var hvaða skoðun KR hefði á auglýsingunni.

Þá var spurt hvort kvennaliðið fengi sömu meðferð og karlalið félagsins en leikmenn meistaraflokks kvenna gagnrýndu félagið harkalega árið 2022 og sögðu mikinn mun á jafnrétti kynjanna hjá félaginu.

„KR hefur lagt gríðarlega mikla áherslu á jafna aðstöðu kynja hjá félaginu og mun halda áfram að gera það. Við erum mjög stolt af stelpunum okkar sem og öllum iðkendum í KR. Meistaraflokkur kvenna í körfunni er búin að standa sig frábærlega í vetur og það er búið að vera ákaflega gaman að horfa á þær spila í vetur og sjá glæsilega umgjörð í kringum þær, svo ég tali nú ekki um frábæra mætingu hjá stuðningsfólki okkar. Meistaraflokkur kvenna í fótbolta er búinn að standa sig vel á undirbúningstímabilinu og eru að byrja sína deild 4.maí, umgjörðin í kringum þær ákaflega flott og erum við spennt að byrja tímabilið og fylgjast með þeim, og væntum þess að stuðningsfólkið okkar fjölmenni á völlinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -