Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

KR-ingar minnast Elínar landsliðskonu sem lést um jólin: „Alla tíð vakin og sofin yfir málefnum KR“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, minnist í dag Elínar Helgadóttur, mikillar KR-konu, sem jarðsett var í dag. Með hlýjum minningarorðum var hennar minnst á síðu stuðningsmanna á Facebook þar sem allir eru kvattir til að minnast hennar með framlagi í minningar- og framtíðarsjóð félagsins, sem Elín stýrði einmitt lengi vel.
Blessuð sé minning Elínar.

Elín, sem alltaf var kölluð Ella, ólst upp í Reykja­vík þar sem hún bjó meðal ann­ars á Lauf­ás­vegi. Stærst­an hluta vinnufer­ils­ins vann hún að leik­skóla­mál­um hjá Reykja­vík­ur­borg, þar á meðal við inn­rit­un á dag­vist­un barna. Hún tók einnig þátt í að stofna sæl­gætis­verk­smiðjuna Júm­bó með systkin­um sín­um og föður.

Ella var mik­il íþrótta­mann­eskja og stundaði bæði hand­bolta og frjáls­ar, en sprett­hlaup var þar henn­ar sterk­asta grein. Hún spilaði all­an sinn hand­bolta­fer­il með KR við góðan orðstír og náði því af­reki að vera í fyrsta kvenna­landsliði Íslands í hand­bolta. Eft­ir íþrótta­fer­il­inn vann hún svo öt­ul­lega að ýms­um mál­efn­um inn­an KR en hún var meðal ann­ars fyrst kvenna til að sitja þar í aðal­stjórn auk þess sem hún tók þátt í stofn­un KR-kvenna, Íþrótta­skóla barn­anna og skokk­hóps KR. Hún var öt­ull talsmaður kvenna í íþrótt­um inn­an sem utan KR en hún sat um tíð í landsliðsnefnd kvenna. Ella studdi fé­lagið sitt í leik og starfi til æviloka.

KR-ingar fara um Elínu hlýjum orðum í dag þar sem þeir segja hana hafa verið frábæra konu:
„Elín Helgadóttir KR-kona verður jarðsett í dag. Ella var mikill KR-ingur, landsliðskona í handbolta, ein af stofnendum KR-kvenna, sat í aðalstjórn KR og svo mætti lengi telja. Ella var alla tíð vakin og sofin yfir málefnum og hagsmunum KR og stýrði m.a. lengi vel minningarsjóði KR sem er grunnurinn að Framtíðarsjóði KR. Við minnum KR-inga sem vilja minnast hennar á að framtíðarsjóðurinn mun senda aðstandendum þakkar- og minningarskjal um Ellu með nöfnum þeirra sem minnast hennar með framlagi í sjóðinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -