Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

KR-ingar syrgja gullstjörnuna Kristinn Jónsson – Margfaldur meistari fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, er látinn. Hann lést á Landsspítalanum í fyrradag, 81 árs að aldri. Morgunblaðið greindi frá andlátinu.

Kristinn lék fótbolta með KR á gullaldarárum félagsins og lék alls 81 leik fyrir félagið. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu 1965 og bikarmeistari árin 1962, 1964, 1966 og 1967. Hann var öflugur í félagsstarfinu hjá KR og var formaður knattspyrnudeildar félagsins frá 1976 til 1980.

Kristinn fæddist 22. nóvember 1940 í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi við Félagsprentsmiðjuna árið 1961 og starfaði lengst af við prentun. Hann stofnaði Formprent árið 1970 og stýrði því næstu rúmu 50 árin.

Þá varð Kristinn aftur formaður KR árið 1991 og var í tólf ár, til 2003. Hann var sæmdur gullstjörnu KR árið 1999 og var einnig gerður að heiðursfélaga. Þá vann hann einnig gott starf fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og var sæmdur silfurmerki KSÍ árið 1987 og gullmerki sambandsins árið 1992.

KR-ingar minnast fallins meistara á síðu félagsins í morgun:

„Kristinn var KR-ingur í húð og hár. Lék knatt­spyrnu með meist­ara­flokki KR frá sumrinu 1959, á gull­ald­arár­um fé­lags­ins og lék alls 81 leik fyrir KR. Kristinn var ætíð hress og gefandi, gaf sig á tal við alla innan félagsins, bæði sem formaður KR og eftir hans formannatíð. Hann sinnti KR af alúð og var sæmdur gullstjörnu KR árið 1999.
Kristinn vann ómetanlegt starf fyrir íslenska knattspyrnuhreyfingu. Hann hlaut silfurmerki KSÍ árið 1987 og gullmerki KSÍ árið 1992. Það verður mikill missir af Kristni, einkum á laugardögum í getraunakaffi í félagsheimili KR, þar sem vinahópur hans hittist reglulega.
Blessuð sé minning góðs manns.“

Á stuðningsmannasíðu KR-inga á Facebook minnast áhangendur liðsins Kristinns heitins. Blaðamaðurinn Andrés Magnússon er þeirra á meðal. „Kiddi KR er allur og mikil eftirsjá í þeim magnaða manni. Guð blessi minningu hans og áfram KR!,“ segir Andrés.

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason tekur líka til máls á stuðningsmannasíðunni. „Skarð fyrir skildi. Kiddi var höfðingi,“ segir Egill.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -