Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Krefjast stuðnings yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík: „Þarf að bregðast við strax“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Dýraverndarsamtök óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík.

Dýraverndarsamband Íslands ásamt nokkrum öðrum dýraverndarfélögum, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem farið er fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. „Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð,“ segir í yfirlýsingunni. „Sjálfboðaliðar eru nú tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“

Óska dýraverndarfélögin eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við björgun dýranna. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan:

Yfirlýsing dýraverndarfélaga vegna dýra í Grindavík

Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.
Sjálfboðaliðar eru nú tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.
Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.
Nánari upplýsingar hjá Dýrfinnu – 8425460

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -