Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Krefjast sýknunar fyrir Erlu Bolla: „Staðan er orðin verulega vandræðaleg fyrir dómsmálayfirvöld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur stuðningsmanna Erlu Bolladóttur stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem krafist er sýknunar í máli yfirvalda gegn Erlu í Guðmundar og Geirfinnsmálinu.

Á vefsíðu söfnunarinnar segir að krafist sé „réttlætis fyrir Erlu vegna framgöngu dóms- og lögregluyfirvalda í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“

Þar segir ennfremur meðal annars:

„Erla var dæmd fyrir meinsæri á sínum tíma en löngu er ljóst að vitnisburður Erlu var þvingaður fram. Í dómi héraðsdóms þann 4. janúar síðastliðinn segir að ekki liggi ljóst fyrir að sakfelling Erlu á sínum tíma styðjist við næg gögn sem ekki séu hafin yfir allan vafa.

Framganga yfirvalda í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er svartur blettur á réttarsögu Íslands. Fimm aðrir sakborningar fengu mál sín endurupptekin og voru í kjölfarið sýknaðir. Erla Bolladóttir er enn neydd til að berjast fyrir réttlæti í máli sínu en staðan er orðin verulega vandræðaleg fyrir dómsmálayfirvöld þar sem ljóst er orðið að sakborningar komu hvergi nærri hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Þó áttu þeir að hafa tekið saman ráð sín um að koma sökinni yfir á ađra fjóra saklausa menn en játuðu á sig sökina á sama tíma. Dómsmálayfirvöld hanga á því einu að þegar Erla skrifaði undir skýrslu sem vitni, þá var hún ekki gæsluvarðhaldi. ( þó svo hún hafi ekki veriđ í gæsluvarðhaldi var hún engu ađ síđur undirokuđ einbeittum vilja þessara manna).“

Til að lesa textann í heildina og skrifa undir má smella hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -