Sunnudagur 2. mars, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kristín prófessor braut óskrifaða reglu í vinnunni: „Allt var nýtt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í skemmtilegum pistli sem Kristín Aðalsteinsdóttir upp þegar hún fór að kenna við Barnaskóla Akureyrar en hún varð síðar prófessor við Háskólann á Akureyri.

„Ég var tvítug þegar ég lauk kennaraprófi, árið var 1966. Við Sigrún vinkona mín komum norður í lok ágúst til að gerast kennarar. Allt var nýtt, bærinn, fólkið, umhverfið. Ég heillaðist strax af Akureyri, allt var í nálægð, vinnustaður, verslanir, banki og fólkið var svo óendanlega vinsamlegt. Já, Akureyri var og er friðsæll og góður bær,“ skrifar Kristín í pistlinum sem birtist á Akureyri.net.

Prófessorinn greinir frá því að samkennarar þeirra í Barnaskólanum hafi tekið rosalega vel á móti þeim þrátt fyrir að margir hafi verið talsvert eldri. Þeim hafi verið boðið í mat og þá hafi skólastjórinn annast þær eins og eigin dætur.

„Flestir kennaranna voru býsna fullorðnir og allar reglur fast mótaðar. Mín beið að læra þessar reglur og tileinka mér þær. Það tók dágóða stund því reglurnar lágu aðeins í loftinu, þær voru ekki skráðar á veggi skólans. En það kom að því að ég braut reglu, sem reyndar var óskrifuð,“ hélt Kristín áfram.

Skrautlegir sokkar

Hún rifjar upp þegar snemma um haustið hafi verið snjóa og það hafi verið sannkölluð stórhríð. Hún hafði aldrei upplifað annað eins. Hún klæddi sig vel áður en hún fór til vinnu. Fór í síðbuxur, góða úlpu og kuldaskó.

- Auglýsing -

„Þegar ég kom inn á kennarastofuna, sló þögn á mannskapinn, sem þar var fyrir. Ein eldri kvenanna rauf þögnina og sagði: „Þú ferð ekki inn í kennslustofuna í síðbuxum, þangað mætir kennslukona í kjól eða pilsi.“ Ég man þessi viðbrögð eins og þetta hefði gerst í gær en ég man ekki hvað ég sagði, en það eitt er víst að ég kenndi allan þennan dag í síðbuxunum.

Fjórum árum seinna komst í tísku að ungar konur voru í skrautlegum sokkabuxum og stuttbuxum. Ég elti þá tísku, átti flottar brúnar stuttbuxur og skrautlega sokka. Þá heyrðist ekki hljóð úr horni kennarastofu Barnaskóla Akureyrar. Eitthvað hafði breyst.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -