Kristín Benediktsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, verður næsti umboðsmaður Alþingis.
Hún tekur við af Skúla Magnússyni en hann hefur verið skipaður sem dómari við Hæstarétt Íslands en hann hefur verið umboðsmaður Alþings síðan 2021. Kristín var valin fram yfir Önnu Tryggvadóttur, Hafstein Þór Hauksson og Reimar Pétursson en margir höfðu spáð því að Reimar yrði fyrir valinu. Það er Alþingi sem kýs sér umboðsmann.
Kristín sem þykir einstaklega fær í stjórnsýslu varð prófessor við Háskólann fyrr á þessu ári en hún hefur starfað sem lektor þar síðan 2012. Þá starfaði hún einnig um tíma sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis ásamt því að hafa unnið sem sjálfstætt starfandi lögmaður.