Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er nú á ferðalagi ásamt félögum sínum hjá Wikileaks, um Suður- Ameríku. Í gær hitti hann nýkjörinn forseta Brasilíu, Lula.
Ræddu þeir félagar um málefni Julian Assange, fyrrum ritstjóra Wikileaks sem nú sætir pólitískum ofsóknum en hann bíður dóms í bresku fangelsi en Bandaríkjamenn vilja fá hann framseldann svo hægt verði að kæra hann fyrir njósnir. Eftirfarandi texta skrifaði Kristinn á Facebook í dag:
„Nýkjörinn forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva (eða bara Lula), gaf sér tíma til að hitta mig og mína félaga í föruneyti WikiLeaks á ferð um Rómönsku Ameríku í gærkvöld. Mér þótti sérstaklega vænt um fundinn í ljósi þess að hann er að fara í gegnum gríðarlega erfið valdaskipti þar sem rífa þarf stjórnartaumana af Bolsonoaro. Spennan í höfuðborginni Brasilíu er nánast áþreyfanleg.
Fleiri lönd framundan.“