Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks bendir á hræsni í fjölmiðlaflutningi af hörmungunum sem nú ríða yfir Afganistan.
Kristinn bendir á að staðan í landinu sé hroðaleg, bæði vegna yfirtöku Talibana og jarðskjálftans sem drap yfir þúsund manns nýverið en nú eru 75% þjóðarinnar við hungurmörk.
„Jarðskjálfti í Afganistan drepur þúsund manns. Hroðaleg staða í landinu sem mátti ekki við þessari viðbót við hörmungarnar fyrir. Þar eru 3/4 landsmanna við hungurmörk og ekki miklar líkur á því að svarað verði kalli Sameinuðu þjóðanna um fimm milljarða dollara neyðaraðstoð.“
Kristinn bendir síðan á sjö milljarða dollara inneignir Afghanistan í bandarískum bönkum sem stjórn Joe Biden lagði hald á er Talibanar tóku völdin.
„Í fréttum er ekki minnst á að Biden stjórnin lagði hald á 7 milljarða dollara inneignir Afghanistan í bandarískum bönkum þegar Talibanar tóku þar völdin aftur, að lokinni tveggja áratuga hneisuför erlendra herja í landinu. Biden ákvað í febrúar að a.m.k. helmingurinn færi til aðstandenda þeirra sem létust í árásinni 11. september 2001. Fyrir þá peninga hefði mátt bjarga lífi allra þeirra sem hafa dáið og munu deyja úr hungri. Það verða hundruð þúsunda ef ekki milljónir.“
Lokaskrif Kristins eru hálf hrollvekjandi.