Laugardagur 18. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Kristinn bendir á sviðsetningu CNN á Sýrlandsfrétt: „Þetta er ekki í fyrsta sinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kristinn Hrafnsson bendir á sviðsetningu fréttar CNN frá frelsun á fanga Assad Sýrlandsforseta. Reyndist hinn frelsari vera alræmdur liðsmaður hersveitar forsetans fyrrverandi.

„Í liðinni viku var ein helsta frétt CNN björgun sjónvarpsstöðvarinnar á manngreyi nokkru úr dýflisu Assad stjórnarinnar hvar fréttakona stöðvarinnar, Clarissa Ward, fór í hlutverk frelsarans og studdi aðframkominn manninn úr myrkum pyntingarklefa út í sólskinið sem hann virtist ekki hafa séð árum saman, gaf honum mat, vatn – já og frelsi.“ Þannig hefst færsla Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks en við færsluna birtir hann skjáskot af frétt CNN, þar sem Clarissa Ward sést leiða „fórnarlambið“ úr fangelsinu. En síðan kom á daginn að fanginn var ekki það fórnarlamb sem haldið var fram í fréttinni:

„Einhverjir í Sýrlandi könnuðust þó við kauða og í dag varð Clarissa og CNN að viðurkenna smávægileg mistök. „Fórnarlamb“ Assad hafði villt á sér heimildir og reyndist vera alræmdur liðsmaður í hersveitum Assadstjórnarinnar í Homs og þekktur þar af fjárkúgunum, handtökum, pyntingum fjölda ungra manna og líklegast manndrápum.“

Bætir Kristinn við:

„Ekki er nákvæmlega vitað hvort þessi maður kom sér sjálfur í klefann til að láta ,,bjarga” sér en líkum er leitt að því á nokkrum stöðum að hann hafi lent í útistöðum við yfirmann sinn yfir skiptum á ránsfeng sem kúgaður var úr vösum borgara í Sýrlandi og sá hafi komið honum í fangelsið korteri fyrir fall Assad.“

Ritstjórinn bendir á að lokum að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttakonan og CNN séu talin hafa sviðsett atriði í Miðausturlöndum.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clarissa og CNN eru talin hafa sviðsett atriði í þessum heimshluta og alræmdar myndir af henni í Ísrael fyrir ekki svo löngu hvar hún lá á jörðinni að því er virtist í lífshættu vegna sprengjusendinga frá Hamas en í ljós kom að „sprengjurnar“ voru í raun loftvarnarkerfi Ísraelshers.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -