„Í liðinni viku var ein helsta frétt CNN björgun sjónvarpsstöðvarinnar á manngreyi nokkru úr dýflisu Assad stjórnarinnar hvar fréttakona stöðvarinnar, Clarissa Ward, fór í hlutverk frelsarans og studdi aðframkominn manninn úr myrkum pyntingarklefa út í sólskinið sem hann virtist ekki hafa séð árum saman, gaf honum mat, vatn – já og frelsi.“ Þannig hefst færsla Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks en við færsluna birtir hann skjáskot af frétt CNN, þar sem Clarissa Ward sést leiða „fórnarlambið“ úr fangelsinu. En síðan kom á daginn að fanginn var ekki það fórnarlamb sem haldið var fram í fréttinni:
Bætir Kristinn við:
Ritstjórinn bendir á að lokum að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fréttakonan og CNN séu talin hafa sviðsett atriði í Miðausturlöndum.