Í nýrri færslu á Facebook skýtur Kristinn Hrafnsson eitruðum pílum á spillingaröflin hér við land.
Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ferðast nú um Suður Ameríku eins og Mannlíf hefur áður fjallað um, ásamt fylgdarliði frá Wikileaks, í þeim tilgangi að safna fylgi þjóðhöfðingja í máli Julian Assange. Hefur hann verið duglegur að skrifa færslur á Facebook um ferðalag sitt en í nýjustu færslunni hæðist hann að spillingarmáli N4 og Framsóknarflokksins sem Mannlíf fjallaði um í gær.
Sjá einnig: María fékk 100 milljóna fjölmiðlastyrk frá mági sínum á þingi: „Ég brenn fyrir þessu starfi!“
Færslan er svohljóðandi:
„Á ferð minni um Suður Ameríku get ég frætt þarlenda um að íslensk spilling sé til fyrirmyndar bæði í útfærslu, gagnsæi og skipulagi. Þar fær hver spillingartegund auðkenni og númer. Þannig er nepotismi auðkenndur með N og tölustaf á eftir. Eigum enn eftir sð sjá fréttir af spillingu N2 og N3 en N5 bíður útfærslu skyldmenna þeirra sem fara með almannafé.