Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði í morgun eiturharða færslu á Facebook þar sem hann talar um Jóa og baunagrasið í raunheimi.
„Ef ég væri eins og Sif Sigmarsdóttir, besti pistlahöfundur landsins, myndi ég skrifa um Jóa og baunagrasið.
Jói var kjáni sem lét plata sig til að selja mjólkurkú heimilisins fyrir þrjár baunir. Þar endar viðskiptasagan í raunheimi,“ segir Kristinn í byrjun færslunnar.
Því næst talar hann um sölu Íslandsbanka:
Þegar búið er að plata fólk þarf að búa til ævintýrasögu um baunagras til himna og endalausa auðlegð.“
Niðurlagið hjá Kristni er sterkt:
Sá sem blekkti Jóa skrifaði ævintýrið því þannig getur hann aftur platað kjána eins og Jóa og farið hlægjandi alla leið í bankann ….sinn.“
Viðbrögðin við færslu Kristins stóðu ekki á sér en þegar þetta er ritað hafa 195 líkað við færsluna og 16 deilt henni.