Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, hætti ekki deila hugleiðingum sínum innan Facebook-hópsins Karlmennskuspjallið, þó það hafi verið ástæða þess að hann hafi verið rekin frá háskólanum líkt og frægt er orðið. Honum var sagt upp eftir að DV greindi frá skrifum hans þar árið 2018, en þá hafði Kristinn þá kenningu að konur eyðilögðu vinnustaði karla.
Nú viðrar Kristinn nýja kenningu í Karlmennskuspjallinu, en sú gengur út á það að femínistar stýri dómurum líkt og strengjabrúðum. Þess má geta að Kristinn fór í mál við HR eftir að hann var rekinn og féll dómur honum ekki í vil. Kristinn deilir frétt DV um helstu meiðyrðamál ársins sem er að líða og skrifar:
„Það er megin niðurstaða þessara meiðyrðamála að dómarar finnst það í lagi að ásaka karlmenn um lögbrot og ata þá aur og skít en það má ekki gera það um konur. Skiptir þá ekki máli hvort það sé karlmaður eða kona sem er með þessar ásakanir. Sama gildir um dóma í forsjármálum, þar er alveg ótrúlega hlutdrægni að hið hálfa væri nóg. Það þarf að halda þessum dómum og nöfnum dómaranna til haga, því það þarf einhvern tímann að skrifa sögu dómsmála á Íslandi og hvort þeir fara nokkuð eftir lögum heldur bara duttlungum og þrýsting feminista.“