Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við RÚV í gær, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti þjóðinni að hún hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra og bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, að hann teldi ekki þörf á þingkosningum í bráð. Þessu er Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks mjög ósammála og rífur Bjarna í sig og segir íslensku valdastéttina vera að „ sökkva í yfirgengilegan hroka“.
Hér má lesa Facebook-færslu Kristins:
„Nei Bjarni, Titanic lenti ekki í vatnaskilum og þessi ríkisstjórn steytti á Katrínu jak sem gafst upp á limminu og gaf út algjöra vantraustsyfirlýsingu með sínu brotthvarfi. Nei, þetta kallar ekkert á ykkar samtal heldur samtal þjóðarinnar við sig sjálfa og þingkosningar og það skiptir engu máli þó að Bjarna finnist engin þörf á kosningum.