Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Kristinn rifjar upp uppreisn Gyðinga í Varsjá: „Það átti enga framtíð. Það vildi deyja með reisn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kristinn Hrafnsson rifjar upp uppreisn Gyðinga í gettóinu í Varsjá árið 1943, í nýrri Facebook-færslu.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson skrifaði færslu á Facebook þar sem hann rifjar upp hinu frægu uppreisn Gyðinga í gettóinu í Varsjá í apríl 1943. Þó að Kristinn minnist ekki á ástæðu upprifjunarinnar má auðveldlega lesa á milli línanna og sjá að tilefnið er uppreisn Hamas-liða í Ísrael. Ritstjórinn segir í færslunni að Gyðingur sem lifði af uppreisnina og eftirleik hennar, hafi sagt í viðtali að lærdómurinn sem draga mætti af uppreisninni væri ekki hernaðarlegs eðlis, heldur ætti að vera af þessu lærdómur um styrk mannsandans en að þarna hefðu ungir Gyðingar risið upp gegn áralangri niðurlægingu kvalara sinna, til að velja sjálfir sinn eigin dauðdaga. Að lokum segir Kristinn: „Sá lærdómur virðist víða hafa farið fyrir ofan garð og neðan.“

Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

Uppreisn Gyðinga í gettóinu í Varsjá í apríl 1943 var aðgerð fólks sem hafði enga kosti aðra en geta valið sér dauðdaga. Það átti enga framtíð. Það vildi deyja með reisn og einnig vekja hið svokallaða alþjóðasamfélag til vitundar um hvað það hafði mátt þola.

Stormsveitir Þjóðverja brugðust við uppreisninni með því að drepa um 13 þúsund manns, um helmingur þeirra kafnaði eða brann til dauða þegar byrjað var að brenna hverfið til grunna, hús fyrir hús. Um 50 þúsund gyðingum var smalað upp í lestir til útrýmingar í Majdanek og Treblinka.
Uppreisnin í gettóinu í Varsjá var stærsta mótspyrnuaðgerð Gyðinga í Seinni heimstyrjöldinni.
Það urðu ekki margir gyðingar til frásagnar um uppreisnina en einn var spurður að því í nýju heimalandi sínu, Ísrael, hvaða hernaðarlærdóm mætti draga af uppreisninni. Hann sagði að þessi aðgerð hefði lítinn lærdóm að færa inn í herskóla. Hins vegar ætti þetta að vera lærdómur um styrk mannsandans. Þarna hefði ungir gyðingar gert uppreisn gegn áralangri niðurlægingu og risið upp gegn kvölurum sínum til þess að velja sjálft sinn dauðdaga, velja á milli þess að falla í uppreisninni eða deyja í Treblinka.
Sá lærdómur virðist víða hafa farið fyrir ofan garð og neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -