Kristinn Hrafnsson segir Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins í Bretlandi, hafa staðið fyrir „ógeðfelldri aðför“ gegn Jeremy Corben, fyrrum leiðtoga flokksins.
Í nýrri færslu á Facebook skrifar ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson, færslu við frétt Vísis um það að Starmer ætli sér að bola Corben út úr Verkamannaflokknum. Segir Kristinn að flokkurinn sé orðinn „hreinn og klár hægri flokkur.“ Þar sé ekkert vinstri eftir lengur. Þá segir hann að réttast sé að kalla aðförina að Jeremy Corben og stuðningsmanna hans, „bakstungur og hreinsanir.“ Hvetur ritstjórinn lesendur til að kynna sér uppljóstrun um aðför „hægri klíku“ innan flokksins gegn Corben og félögum hans, í þættinum Labour Files. Færsluna má sjá hér að neðan:
„Verkamannaflokkurinn undir Starmer er hreinn og klár hægri flokkur. Það er ekkert vinstri í honum eftir. Aðförin að Corbyn og hans stuðningsmönnum er ótrúlega ógeðfelld og réttast að kalla þær bakstungur og hreinsanir.