Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kristinn segir fyrstu hryðjuverkaógn Íslands minna á Fargo

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að rannsókn lögreglu á meintum hryðjverkamönnum minni helst á myndina Fargo. Í hvert skipti sem eitthvað nýtt kemur fram í málinu þá minni það meira og meira á farsa.

„Fyrsta hryðjuverkaógn landsins er óneitanlega að fá á sig farsakenndan blæ.

Tugir byssa sem lagt var hald á – heilt vopnabúr – reynast hafa verið löglega skráðar inn í landið.  Lögreglan á í basli með að sannfæra dómara um að halda tveimur grunuðum í gæsluvarðhaldi. Búið er að ráðast til húsleitar á 17 stöðum, handtaka fjöldan allan af fólki og færa til yfirheyrslu en öllum hefur verið sleppt – nema þessum tveimur sem sitja næstu sjö daga í gæsluvarðhaldi. Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk gegn helgustu véum þjóðarinnar, Alþingi og árshátíð lögreglumanna,“ segir Kristinn.

Hann bendir á að eina sem tengi þessa menn við útlönd sé lesefni frá Andrésar Breivik. „Gefið hefur verið í skyn að meintir hryðjuverkamenn tengist alþjóðlegum samtökum þjóðernisöfgasinna en ekki hefur verið kynnt neitt opinberlega sem rennir stoðum undir það. Því er að vísu fleygt að einhver hafi haft undir höndum lesefni frá Andreas Breivik. Á meðan notar ráðherra lögreglunnar tækifærið og rökstyður bráða nauðsyn þess að lögreglan fái auknar eftirlitslausar njósnaheimildir gegn borgurum landsins og aukið svigrúm til að bera skotvopn. Það sé svo mikið að skotvopnum í umferð í skúmaskotum undirheima. Þar sé allt fljótandi í vopnum.“

Svo kemur í ljós að faðir lögreglustjóra er meðal grunaðra. „Víkur þá sögunni að einum umsvifamesta vopnaeiganda og vopnasala landsins. Nafn hans kemur upp við rannsókn hryðjuverkamálsins og húsleit gerð heima hjá honum. Í kjölfarið þarf Ríkislögreglustjórinn að segja sig frá öllum afskiptum af hryðjuverkarannsókninni enda er vopnasalinn faðir hennar. Við þessum vendingum er brugðist með því að láta lögregluna hafa rafbyssur. Ef þetta hefði verði lagt fram sem sögulína frá handritshöfundi væri viðkomandi umsvifalaust rekinn nema ætlunin væri  að endurgera Fargo með íslensku ívafi.“

Við þetta má bæta tíst listakonunnar Diddu Jónsdóttur sem skrifar: „það er einhver fegurð í þeirri íróníu að leitin að hættulegasta fólki landsins leiddi til þess að það fann sig sjálft.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -