Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Kristinn segir Tyrkland stjórna NATO: „Norrænar þjóðir verða að gefa eftir og lúffa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttir bárust í vikunni að Tyrki hefðu á fundi NATO í Madríd, samþykkt að beita ekki neitunarvaldi sínu gegn aðild Svía og Finna að varnarbandalaginu. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks bendir á í færslu, sem hann kallar Tyrknesk-Ameríska hernaðarbandalagið, á Facebook, augljósa hræsni Nato þegar kemur að Tyrklandi.

Í byrjun færslunar bendir Kristinn á árás Tyrkja á vopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi sem börðust gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS en Haukur Hilmarsson barðist með þeim, allt þar til hann féll í sprengjuregni Tyrklandshers.

„Samkvæmt fréttum hafa Tyrkir nú fallið frá neitunarvaldi sínu gegn aðild Svía og Finna að NATO og segjast hafa fengið sitt í gegn. Tyrkir vildu stöðva það sem þeir sáu sem linkind þessara ríkja gagnvart stórnmálaflokki Kúrda, PKK og vopnðum sveitum Kúrda YPG. Haukur Hilmarsson barðist við hlið YPG í Sýrlandi gegn ISIS en féll þegar vopnaðar sveitir Tyrkja og stuðningsliða réðust inn í sýrlenska héraðið Afrin, suður af landamærum Tyrklands. Héraðið var hertekið, íbúarnir flæmdir á brott og tóm húsin síðan yfirtekin af liðsveitum islamskra öfgamanna.“

Ritstjórinn fer svo yfir kröfur Tyrkja á NATO fundinum.

„Tyrkir skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök og gerðu kröfu um að Svíar og Finnar tækju undir þá skilgreiningu – ella yrði aðild þeirra að NATO hindruð. Einnig vilja Tyrkir framsal Kúrda frá þessum löndum og að þau falli frá efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Tyrkjum. Ekki er auðfundið hvað Svíar og Finnar féllust á í þessum efnum en samkvæmt fréttum verður hryðjuverkalöggjöf breytt innan tíðar í Svíþjóð.

Tyrkir segjast einfaldlega hafa fengið það sem þeir vildu.“

Þá bendir Kristinn á dæmi um vald Tyrklands innan NATO en Tyrkir hafa verið ófeimnir að nota neitunarvald til að koma sínu fram.

- Auglýsing -
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir ráða stefnu NATO ríkja í málefnum Kúrda. Þannig lögðust þeir gegn því að Anders Fogh Rasmussen yrði framkvæmdastjóri NATO árið 2009 nema Danir beittu sér gegn Kúrdum þar í landi. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í bandarískum diplómataskjölum sem WikiLeaks birti 2010 féllust Danir á að loka sjónvarpsstöð Kúrda sem rekin var í landinu og endurvarpaði meðal annars til Tyrklands.

Vald Tyrkja innan NATO er því mikið því full samstaða allra ríkja þarf að vera um leiðtogaval og nýja meðlimi. Neitunarvald er því pólitískt vopn og hafa Tyrkir verið ófeimnir við að beita því.“

Að lokum bendir Kristinn á hræsnina sem NATO er sekt um en þar eiga mannréttindi að vera ofarlega á baugi en Tyrklandsstjórn brýtur ítrekað á mannréttindum þegna sinna.

„Í Tyrklandi eru stjórnarandstæðingar og blaðamenn fangelsaðir. Ekkert fjölmiðlafrelsi er í landinu. Tæpast því lýðræði.
Á hátíðisstundum er fullyrt í lofræðum að límið í NATO sé háleit gildi um mannréttindi, frelsi og lýðræði. Ekkert af þessu er tryggt í Tyrklandi sem fær sínu framgengt innan NATO með neitunarvaldi. Norrænar þjóðir innan bandalagsins verða að gefa eftir og lúffa.
Kjölfesturíki NATO í austri og vestri, Bandaríkin og Tyrkland, ráða þessu bandalagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -