Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Kristínu blöskrar okur hjá N1: „Þumalputtaregla nr. 01. Aldrei versla við N1.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Keypti peru í framljós á bílnum mínum í N1 á 3.990 kr, samskonar pera kostar 1.495 í Byko,“ segir Kristín nokkur í Facebook-hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“.

Um er að ræða Osram H11 12V 55W-peru.

Þeir neytendur sem hafa skrifað athugasemdir við færsluna eru almennt afar óánægðir með verðlagningu hjá N1.

„Enginn ætti að kaupa annað en bensín á N1 og sambærilegu því álagningin er svakaleg hjá þeim,“ segir Jóhann.

„Enginn ætti að versla við N1, okrið er rosalegt þar,“ segir Stefán.

Heiðar tekur undir: „Þumalputtaregla nr. 01. Aldrei versla við N1.“

- Auglýsing -

„Það er líka sniðugt að kaupa t.d. í Bílanaust og biðja um alveg eins peru í „ódýru“ umbúðunum, eða það sem þeir eru yfirleitt með úr augsýn bak við afgreiðsluborðið. Alveg sömu perur og eru í fancy umbúðunum í rekkanum fram í búð,“ segir Kristinn.

Einar mælir með Wurtz:

„600 hjá Wurtz. Ég var að væla í trukkabílstjóra yfir því hvað H7 perur endast illa. Hann sagði að ég keypti þær ekki á réttum stað, ég ætti að kaupa þær hjá Wurtz. Ég gerði það og þær hafa dugað vel hjá mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -